Um verkið
Íslenzk sönglög fyrir fjórar karlmannaraddir. Nótnabók I. með tólf íslenzkum lögum eftir Sigfús Einarsson tónskáld. Bókin er bundin í handband í rexín og sterka klæðningu. Hún hefur fyrst verið sett í kápu en síðan hefur kápan verið skorin til og límd framan á spjaldið og virkar sem titilblað.
Útgáfa og prentun:
Kostnaðarmaður: Sigurður Kristjánsson. Kaupmannahöfn 1903. Prentað hjá Wilhelm Hansen.