Um verkið
Ferðasögur eftir Jón Trausta. Sögur þær sem hér birtast hafa allar birst áður í blöðum eða tímaritum og eru þá ritverk hans orðin 23 alls og er þetta hið síðasta. Teikningin á kápu bókarinnar er eftir höfundinn, Guðmund Magnússon prentara, sem tók sér skáldanafnið Jón Trausta. Er hún af Kötlugosinu 1918, en fleiri teikningar eru eftir hann inní bókinni. Stærð: 19.5 X 13 cm og 192 bls. Bókin er saumuð og límd í kartonkápu, óbundin.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Aðalsteinn Sigmundsson kennari. Reykjavík 1930.
Prentun: Prentsmiðjan Acta.