Um verkið
Prentsmiðjueintök. Prentsaga Íslands. Sýningarskrá á Bókasýningu í Hveragerði haustið 2014. Sýndar voru 130 bækur og bæklingar úr safni Svans Jóhannessonar. Eitt eintak úr hverri prentsmiðju sem kallast prentsmiðjueintök. Jafnframt voru sýndar ýmsar merkar bækur og minjar úr prentsögunni. Textinn í sýningarskránni var saminn af Svani Jóhannessyni, en Páll Svansson sá um umbrot og hönnun. Stærð: 14.8 X 21 sm og er ½ örk eða 8 bls.
Útgáfa og prentun:
Bókasafnið í Hveragerði gaf sýningarskrána út Hveragerði 2014. Prentstaðar er ekki getið.