Um verkið
Heima (Gamla B) Blað Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. Ritstjóri var Guðmundur Tryggvason. Í byrjun árs 1941 var nafni blaðsins Heimilið og KRON breytt í nafnið Heima eins og það hét upphaflega 1937, þar eð mörgum þótti það fallegra segir í greininni Blaðið í fyrsta tölublaðinu. Stærðinni var samt ekki breytt og er hún áfram ca. 25 X 19 cm og hvert hefti 16 bls, nema jólaheftið sem er stærra og með kápu. Þá er áframhaldandi blaðsíðutal út hvern árgang. Hins vegar fær blaðið árgangatöluna VI. sem er nú kannski ekki alveg rétt, en það áréttar samt að hér sé um sama blaðið að ræða því sami útgefandinn er að baki. Efni ritsins var áfram aðallega um heimilismál fjölskyldna og ýmsar greinar varðandi KRON. Síðasta blaðið sem síðan kemur út með þessu nafni kemur út í byrjun árs 1942 og er merkt VII. árg. Nr. 1-2. Er forsíðumyndin frá Laugarvatni og blaðið er 16 bls. að stærð.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis. Reykjavík 1941-1942. Alls komu út 6 hefti þessi 2 ár. Prentsmiðjan Edda.