Um verkið
Heimilið og Kron. Tímarit Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. Ábyrgðarmaður var Guðmundur Tryggvason. Kaupfélagið hætti að gefa út heimilisblaðið Heima vorið 1938, en byrjaði þess í stað að gefa út annað blað sem hét Heimilið og KRON í öðru formi og ódýrara. Það kom út mánaðarlega eða svo, en stundum tvöföld hefti. Stærðin var jöfn og hvert hefti 24.6 X 18.8 cm og frá 15 – 20 bls. hvert hefti og eru þau með áframhaldandi blaðsíðutal út hvern árgang. Ritið var vírheft. Efni þess var aðallega félagslegar greinar og hvernig bæta megi verslunina almennt.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis. Reykjavík 1938-1940. Alls komu út 18 hefti þessi 3 ár. Prentsmiðjan Edda.