Um verkið
Stundin. Skoðanakönnun um lýðveldismálið, kosningu og valdsvið forseta. 1. tölublað 1943. Birtar eru niðurstöður könnunar sem fram fór um allt land. Þá er birt og sagt frá bókamerki Rithöfundafélags Íslands, sem Baldvin Björnsson gullsmiður hefur teiknað eftir galdrastaf þeim er Hólastafur var nefndur til forna. Blaðið er 4 bls. opna, 27 X 19.3 cm að stærð. Á forsíðu stendur að blaðið komi út þegar henta þykir og aðalafgreiðsla þess er í Bókastofu Helgafells í Uppsölum í Aðalstræti.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Bókmenntatímaritið Helgafell, Reykjavík 1943. Víkingsprent.