Um verkið
Sangen om den röde rubin á dönsku. Þetta er hin fræga saga norska rithöfundarins Agnars Mykle sem hét á íslensku, ja, hvað hét hún nú. Já, nú man ég það. Hún kom aldrei út á íslensku því yfirvöld hótuðu að hún yrði bönnuð og útgefandinn dró sig þá til baka og hætti við útgáfuna. En hún gekk almennt undir nafninu Rauði rúbíninn. En um málareksturinn í Noregi má nálgast á Skáldasetri Jóhannesar úr Kötlum: — johannes.is – Undir dálkinum Greinar. Jóhannes var byrjaður að þýða Rúbininn og annar kafli hans kom út í smá bæklingi, sem Jóhannes gaf út og heitir Roðasteinninn og ritfrelsið og er 1 eintak til sölu í Fornbókinni. Danska útgáfan af rauða rúbíninum er einnig til sölu þar, saumheft og sett í kartonkápu. Stærð: 22.5 X14.8 cm og 312 bls.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Det Schønbergske Forlag, København 1957. Prentun í Danmörku: 8. upplag í nóvember 1957 hjá Hoffensbergske Etablissement, København. Keypt í Bókabúð KRON í Bankastræti. Seldist vel þar á dönsku.