Um verkið
Bertel. Um Bertel E. Ó. Þorleifsson og eftir hann. Með mynd. Snæbjörn Jónsson tók saman. Bókin er saumheft í kartonkápu. Stærð: 19.5 X 13.8 cm og 68 bls. Bertel E.Ó. Þorleifsson (1857-1890) fæddist á Keldulandi á Skagaströnd en ólst upp í Reykjavík. Hann sigldi til Kaupmannahafnar og settist í Kaupmannahafnarháskóla en lauk ekki námi. Bertel var einn þeirra sem stóð að útgáfu tímaritsins Verðandi sem var boðberi raunsæis í skáldskap. Þar birtust kvæði eftir hann. Einnig birtust kvæði og þýðingar hans í öðrum blöðum.
Útgáfa og prentun:
Snæbjörn Jónsson Reykjavík 1957. Prentun: Prentsmiðjan Leiftur.