Description
Símaskrá 2016 – Í tilefni þess að þetta er síðasta útgáfa símaskrárinnar í bili a.m.k. þá er bókin í hátíðarbúningi og er forsíðan hönnuð af Guðmundi Oddi Magnússyni (Goddi) en saga símaskrárinnar er samin af Stefáni Pálssyni sagnfræðingi. Að öðru leyti var bókin með sömu upplýsingar og áður hafði verið. Innan á kápusíðu bókarinnar segir Stefán Pálsson „Símaskrár eru heillandi hemildir fyrir sagnfræðinga – – – “. Bókin er 29.6 X 21 cm og 3.7 cm á þykkt. Blaðsíðufjöldi er 1404, en bókin er límbundin og sett í glanskartonkápu.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Já hf, Reykjavík 2016. Prentun: Stibo Graphic.