KindArt
  • About KindArt
  • Videos
  • Store
    • Paintings
    • Books
    • Terms and conditions
    • KindArt Privacy Policy
  • Privately owned
  • Contact
  • Click to open the search input field Click to open the search input field Search
  • Menu Menu
  • Shopping Cart Shopping Cart
    1Shopping Cart
Aldan mynd .fara nn

Aldan

€12,96

1 in stock

Category: Books
  • Description

Description

Aldan 1. árg. 2. tbl. 1992. Prentsmiðjan Dalprent tók til starfa í Búðardal í mars 1992. Það var búinn að vera nokkur aðdragandi. Dalablaðið hafði komið út frá 1985 og var Þrúður Kristjánsdóttir (1938-) skólastjóri í Búðardal aðalhvatamaður að útkomu þess. Hún og Svala Valdimarsdóttir, kona læknisins í Búðardal, fengu Ragnar Inga Aðalsteinsson (1944-) kennara til að ritstýra því og var hann ritstjóri þess fyrstu 3 árin. Eftir það sá Þrúður Kristjánsdóttir um blaðið og var það þá prentað á ýmsum stöðum svo sem í Svansprenti í Kópavogi, Prentsmiðjunni Odda í Reykjavík eða í Prentborg í Borgarnesi. Sjálfsagt hefur Dalamönnum þótt hæfa að færa prentunina heim í hérað því langt var síðan prentsmiðja hafði verið í Dalasýslu, líklega ekki síðan prentað var í Hrappsey 1773-1794.

Það var svo 1. desember 1991 að prentsmiðjan Dalprent er skráð hjá Ríkisskattstjóra og í framhaldi af því var keypt gömul þýsk Heidelberg offsetprentvél hjá Prentsmiðjunni Odda í Reykjavík ásamt ýmsum öðrum tækjum. Prentun Dalablaðsins færðist nú heim í Búðardal, en eftir það var blaðið gefið sjaldnar út, eða ársfjórðungslega í stað einu sinni í mánuði. Um svipað leyti varð Kaupfélag Hvammsfjarðar gjaldþrota og bjart og rúmgott húsnæði þess losnaði á efri hæðinni að Vesturbraut 10. Þar var nú prentsmiðjunni komið fyrir og Stefán Bergþórsson húsgagnasmiður (1936-), sem hafði unnið hjá Trésmiðju kaupfélagsins tók að sér að annast prentverkið, í fyrstu með aðstoð frá Prentsmiðjunni Odda, en einnig hjálpaði Kjartan Eggertsson tónlistarkennari í Búðardal við umbrot á blaðinu.

Síðan varð smáhlé á útgáfunni en þá fór Kjartan Eggertsson (1954-) að gefa út fréttablað sem hét Aldan og kom það út annan hvern mánuð. Það var prentað í Dalprenti og hugsað sem fréttablað fyrir allar byggðirnar í kring um Breiðafjörð. Ennfremur voru þar prentuð reikningseyðublöð og bæklingar af ýmsu tagi. Þá flutti Kjartan til Ólafsvíkur og Aldan hætti að koma út. Þá hóf nýtt blað göngu sína í Búðardal undir forystu Friðjóns Þórðarsonar (1923-2009) sýslumanns. Það hét í fyrstu Dalabyggð og kom aðeins út einu sinni á ári. Nafninu var síðan breytt í Dalamót þegar 6 hreppar í Dalasýslu sameinuðust undir sama nafni. Það var prentað í Dalprenti og kom út til ársins 2000, en þá leið prentsmiðjan undir lok og vélarnar voru seldar.

Prentun og útgefandi:
Aldan, 1. árg. 2. tbl. 1992. Júní, Dalprent, Búðardal 1992.

Related products

  • Agust a hofi

    Ágúst á Hofi makes most people wander

    €10,23
    Add to cart Add to cart Add to cart Show Details Show Details Show Details
  • Satt1

    True and exaggerated

    €10,23
    Add to cart Add to cart Add to cart Show Details Show Details Show Details
  • Ljodmaeli kapa

    Poetry

    €20,46
    Add to cart Add to cart Add to cart Show Details Show Details Show Details
  • Company

    In the company of all life

    €10,23
    Add to cart Add to cart Read more Show Details Show Details Show Details
KindArt | Gallery & Shop | Bæjarholt 1, Laugarás, 806, Selfoss | Id: 0904743839 | verslun@kindart.is | © 2020–2025
  • Link to Mail
  • Link to Facebook
  • Link to Instagram
Link to: Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja Þór 1984 Link to: Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja Þór 1984 Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja Þór 1984Þjóðhátíðarblað vestmannaeyja 1984 Link to: Björninn úr Bjarmalandi Link to: Björninn úr Bjarmalandi Björninn úr bjarmalandi kápaBjörninn úr Bjarmalandi
Scroll to top