Description
Bóndinn á heiðinni og fleiri sagnir eftir Guðlaug Jónsson á Heiðarbæ. Hann skrifar fyrst um Guðmund á Heiðarbæ, en kjarninn í frásögnunum eru gömlu heiðabýlin og ábúendur þeirra. Þar næst segir hann frá Tjaldbrekkubændum, en Tjaldbrekka er laglegur kotbær á fjalllendinu milli Hítardals og Dalabyggðar. Er hann við enda Hítarvatns sem fyllir dalinn að mestu. Þar bjó m.a. Hans Ólafsson langafi minn í nokkur ár, en hann giftist Salóme Sigurðardóttur, sem var yngsta dóttir Sigurðar Jónssonar, sem þar bjó fyrst og lengst. Bókin er bundin á grunnfalsband, grænt rexín á kjöl og horn og klædd brúnum spjaldapappír. Stærð: 23.4 X 15.6 cm og 246 bls.
Útgáfa og prentun:
Bókaútgáfan Norðri 1950 Akureyri. Prentuð í Prentverki Odds Björnssonar Akureyri.