Description
Evrópukommúnisminn og Alþýðubandalagið eftir Runólf Björnsson. Þessi bók fjallar um deilurnar meðal eldri sósíalista um pólitík vinstri manna gagnvart ýmsum grundvallaratriðum um kommúnismann og hvernig honum hefur reitt af hér á landi og í Evrópu. Bókin er hálfbundin og búið að setja á hana pappaspjöld og kjöl, en eftir að klæða hana pappír og kjalefni. Stærð: 21.7 x 14.4 cm. og 32 bls.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Sósíalistafélag Reykjavíkur. 1978. Prentun: Prentnaust. Þessi prentsmiðja er líklega framhald af prensmiðjunni Prentiðjan, sem Runólfur, Stefán Ögmundsson o.fl. sósíalistar settu á stofn á þessum tíma 1978-1980 eða um það bil.