Description
FRAM, fréttablað, fyrsta blaðið sem var gefið út á Siglufirði Það var árið 1916. Árið 1919 tók Sophus A. Blöndal við sem ritstjóri og var til 1922. Blaðið kom út vikulega og þótti það í stærra lagi miðað við íbúafjölda og lesenda á staðnum. Stærð: 28.5 X 41.5 cm og fjórir 6 cm dálkar á síðu. Sophus A. Blöndal (1888-1936) var forstjóri á Siglufirði, sonur Björns G. Blöndals læknis þar og víðar. Kv. Ólöfu Þ. Blöndal Hafliðadóttur húsmæðrakennara. Þá var hann ræðismaður Þýskalands á Siglufirði og átti þýska fánann sem skorinn var niður af kommúnistum á sínum tíma í garði hans þar og frægt varð, og kom Steinn Steinarr m.a. þar við sögu.
Útgáfa og prentun:
Útgefendur 2016: Friðbjörn Níelsson og Hannes Jónasson. Útgefendur voru skráðir sem hlutafélag á Siglufirði. Prentun: Siglufjarðarprentsmiðja.