Description
FYRSTA LJÓÐSKÁLDIÐ. PÉSI eftir Jón Benediktsson prentara á Akureyri. Í pésanum er áeggjan til skálda, forleggjara og allra manna til að leggja aðal áhugamáli hans lið, en það er að byggja stórt, gott og fallegt íþróttahús á Akureyri fyrir íþróttafólk bæjarins. Hér segir hann frá fyrstu gjöfinni sem barst. Fyrsta ljóðskáldið, sem minnist íþróttahússins, er Gunnar S. Hafdal skáld. Fleiri gáfu gjafir til þessa máls og eru þeir taldir upp í bæklingnum. – Hann er vírheftur í kartonkápu, frekar lítill. Stærð: 15.7 X 11.4 cm og 16 bls. (1 örk). – Jón Benediktsson var fæddur 15. júní 1898 í Hjaltadal, Hálshr. En dó þ. 14. nóv. 1982. Hann byrjaði prentnám hjá Oddi Björnssyni 1912 og vann þar síðan allan sinn starfsaldur. Hann var formaður Akureyrardeildar H.Í.P. og í prófnefnd í tugi ára. Hann var mikill áhugamaður um íþróttamál og gaf út nokkra litla bæklinga um þau efni. Heiðursfélagi H.Í.P.
Útgáfa og prentun:
Prentverk Odds Björnssonar, Akureyri 1939.