Description
Gömul blöð IX. – Landsbyggðin og Rvík IV. Í þessum pakka eru 3 blöð gefin út í Reykjavík og 2 á Akureyri. Talin upp í röð eftir útgáfuári:
SMIRILL I.árg. 1. tbl. 12. nóv. 1931. Stærð: 31 X 21.1 cm og 16 bls. Prentað í Fjelagsprentsmiðjunni. Ritstjóri: Guðmunda Nielsen, skreifstofa í Aðalstræti 9 í Reykjavík. Það átti að koma út þrisvar í mánuði, en það komu aðeins út 3 blöð.
DAGUR 25 ára. 12. febr. 1943. Afmælisblað með mörgum myndum frá Akureyri, m.a. skrifar Jóhann Frímann grein um Prentverk Odds Björnssonar sem er fróðleg mjög. Á forsíðu er mynd af briggskipinu William á Akureyrarhöfn, en málverkið er í eigu Akureyrarbæjar. Var það málað um 1850 af skipstjóra þess, P. G. Schmidt. Prentað í Prentverki Odds Björnssonar. Ritstjórar Ingimar Eydal og Jóhann Frímann. Stærð: 35.3 X 25.3 cm og 38 bls. og kápa. Dagur var blað samvinnumanna norðan- og austanlands segir Jónas Jónsson frá Hriflu í grein sem hann skrifar í blaðið.
Háðfuglinn. 2.tbl. ágúst 1949. Stærð: 28.5 X22 cm og 18 bls. og kápa. Prentað í Ingólfsprenti. Ritstjóri og ábm. Guðmundur Sigurðsson.
Laugardagsblaðið 1. árg. 1. tbl. 2. október 1954. Stærð:43.5 X 28.7 cm og 4 bls. Dagblað sem var gefið út á Akureyri 1954-1962. Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri. Ritstjóri og ábm. Árni Bjarnarson. Afgreiðsla: Bókaverslunin Edda Akureyri.
Táningablaðið Jónína 1. tbl. 1.árg. júlí 1969. – Stærð: 33.4 X 23 cm og 16 bls. Ritstjóri: Páll Hermannsson. Aðstoðarritstjóri og ljósm. Ástþór Magnússon. Auglýsingastjóri: Jakob Jónsson. Ábyrgðarmaður: Gunnar Jónsson. Prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans Í Reykjavík.