KindArt
  • About KindArt
  • Videos
  • Store
    • Paintings
    • Books
    • Terms and conditions
    • KindArt Privacy Policy
  • Privately owned
  • Contact
  • Click to open the search input field Click to open the search input field Search
  • Menu Menu
  • Shopping Cart Shopping Cart
    0Shopping Cart
1.skjoldurforsida
2thor4a huginn,1.tbl. 1.árg 30.mars 19285bblomid6bvikan6avikan8avidir8bvidir7ahamar9aeyjabladid10a stofnar 197411aÞjodh

Gömul blöð XII

€52,51

1 in stock

Category: Books
  • Description

Description

Gömul blöð XII. Frá Vestmannaeyjum. Raðað eftir aldri. Þau elstu eru um 100 ára gömul.

SKJÖLDUR var annað blaðið sem prentað var í Prentsmiðju Vestmannaeyja. Það byrjaði að koma út haustið 1923 og fyrsta blaðið sá dagsins ljós 12. október. Það var nokkuð stórt í sniðum eða 47.5 X 28.5 sm. Prentpressan var líka afar stór og mikil fyrirferðar. Var vélinni snúið af handafli. Var það bæði erfitt og nokkuð vandasamt, því að það varð að hafa það með sem jöfnustum hraða. Jóhann Gíslason í Hlíðarhúsi snéri henni oftast og söng við raust, ef vel gekk.

ÞÓR var þriðja tilraunin til að gefa út blað í Vestmannaeyjum. Reksturinn á Prentsmiðju Vestmannaeyja var alltaf mjög erfiður, en Gísli J. Johnsen hélt áfram eignarhaldi sínu á henni. Eftir að Páll Bjarnason og Páll V. G, Kolka hættu sem ritstjórar Skeggja og Skjaldar fékk hann Valdimar B. Hersi prentara til að sinna báðum störfunum að vera ritstjóri og prenta blaðið. Valdimar fór að gefa út blaðið Þór og kom fyrsta blaðið út 6. ágúst 1924. Prentsmiðjan skipti um nafn og hét nú Prentsmiðja G. J. Johnsen.

Eyjablaðið var fyrst prentað í Prentsmiðju Guðjónsbræðra 26. sep. 1926 í Vestmannaeyjum, hér tölvuprentað, en frá 14. tbl. 9. des. 1926 í Prentsmiðju Eyjablaðsins í Vestmannaeyjum, hér tölvuprentað. Undirtitill blaðsins Málgagn alþýðu í Vestmannaeyjum var prentaður í rauðum lit sem var nýlunda í prentun á Íslandi.

Huginn
 Það var gefið út í Vestmannaeyjum og 1.tbl. kom út 30. mars 1928. Ritstjóri þess var Sigurður Guðmundsson, en prentari var Árni Guðlaugsson. Þeir tóku á leigu Prentsmiðjuna á Helgafellsbraut 19 og átti blaðið að vera óháð öllum stjórnmálaflokkum
.

Blómið 
var gefið út af Reglustarfseminni í Vestmannaeyjum og kom 1. tbl. út í desember 1928. Ritstjóri var Þorsteinn Þ. Víglundsson. Það var í litlu formi og var prentað í Prentsmiðju Vikunnar í Vestmannaeyjum. Hér er líka boðið upp á 4. tbl.í okt. 1929 sem er prentað í Prentsmiðju Víðis í Vestmannaeyjum. Það er sagt vera bindindissinnað barnablað með myndum.

Vikan var gefin út af Jafnaðarmannafélagi Vestmannaeyja. Ritstjórar voru Steindór Sigurðsson og Andrés J. Straumland. Blaðið var prentað í Prentsmiðju Vikunnar og var Steindór fyrst útgefandi, en hann hafði tekið prentsmiðjuna á Helgafellsbraut 19 á leigu. Hann vildi hafa blaðið ópólitískt en það gekk ekki eftir því Jafnaðarmannafélagið tók við útgáfu blaðsins. Steindóri tókst þó að ná undir sig blaðinu aftur og samdi við Ísleif Högnason um kaup á henni og hún er flutt úr húsi Ísleifs í húsið að Sólheimum við Njarðargötu sem var eign Helga Benediktssonar. Blaðið hætti síðan að koma út 13. apríl 1930. Alls komu út 54 tölublöð af Vikunni. Steindór sagði frá því í bók sem hann gaf út á Akureyri að Sjálfstæðismenn hefðu fest kaup á prentsmiðju Vikunnar og sameinað hana Eyjaprentsmiðjunni. Þannig gekk það nú til.

Hamar var gefinn út í Vestmannaeyjum og var 1.tbl. prentað í Eyjaprentsmiðjunni 17. mars 1936. Ritstjóri var Guðlaugur Br. Jónsson. Hér eru boðin til sölu 5 tbl. Blaðið var gefið út af sjálfstæðismönnum og var mark blaðsins: Menning, frelsi og réttlæti.

Víðir Það var á reiki í byrjun með nafnið á prentsmiðju Víðis, en fyrra blaðið sem hér er boðið upp á var prentað 26.maí 1944 í Eyjaprentsmiðjunni í Vestmannaeyjum og ritstjóri var Magnús Jónsson. Hitt blaðið er frá 13.ágúst 1949, prentað í Prentsm. Eyrún og ritstjóri var Einar Sigurðsson.

Eyjablaðið. Aukaútgáfa Nr. 2 af kosningablaði sósíalista í Vestmannaeyjum í kosningunum 1949. Kom út 27. sept. 1949. Útgáfa og prentun:
 Útgefendur: Sósíalistar Vestmannaeyjum. Prentun: Prentsmiðjan Eyrún Vestmannaeyjum.

Stofnar Fjölritað blað gefið út af Eyverjum F.U.S. í Vestmannaeyjum 20. nóv. 1974. Þetta eru 4 blöð, prentuð öðrumegin og fest saman með einum vírklamma í vinstra hornið að ofan. Prentað í Eyjaprent. Ábm.: Sigurður Jónsson.

Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja Þór 1984. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Johnsen. Á forsíðu er Teistumynd eftir Sigurgeir Jónasson. Á baksíðu er mynd af bjargsigi, líka eftir Sigurgeir. Þjóðhátíðarnefnd Þórs 1984: Þór Vilhjálmsson, Óskar Óskarsson, Þorsteinn Ingólfsson, Engilbert Gíslason, Ásmundur Friðriksson, Páll Scheving og Árni Johnsen. Blaðið er 25 X 18,6 cm að stærð, 78 bls. með litprentaðri kápu og vírheft. Útgáfa og prentun:
 Útgefandi: Íþróttafélagið Þór í Vestmannaeyjum. Prentun: Eyjaprent Vestmannaeyjum 1984.

 

Related products

  • Horpur kapa

    Harps sang there

    €10,23
    Add to cart Add to cart Add to cart Show Details Show Details Show Details
  • The blocks01

    Almanac Volume 1 and Almanac Bindi

    €27,28
    Add to cart Add to cart Read more Show Details Show Details Show Details
  • 4skald kapa

    Four poets accompanied by a priest

    €10,23
    Add to cart Add to cart Add to cart Show Details Show Details Show Details
  • On the constitution 1888

    On the constitutional issue

    €20,46
    Add to cart Add to cart Read more Show Details Show Details Show Details
KindArt | Gallery & Shop | Bæjarholt 1, Laugarás, 806, Selfoss | Id: 0904743839 | verslun@kindart.is | © 2020–2025
  • Link to Mail
  • Link to Facebook
  • Link to Instagram
Link to: Eyjaskinna Link to: Eyjaskinna EyjaskinnaEyjaskinna Kápa Link to: Exploring Scotland´s Heritage. The Highlands Link to: Exploring Scotland´s Heritage. The Highlands Exploring scotland´s heritageExploring Scotland´s Heritage. The Highlands
Scroll to top