Description
Tíu blöð frá fyrri hluta 19. aldar 1918 – 1962, Eitt blað af hverju blaði. Frá ýmsum stöðum.
1. Íslenzkar raddir. Laugardagur 29.apríl 1961. Útgefandi: Samtök hernámsandstæðinga. Ábyrgðarmaður Bjarni Benediktsson. Blaðið birtir úr greinum stjórnmálaforingja og menntamanna Íslendinga, það sem þeir hafa sagt á undanförnum árum um hervernd og hlutleysi Íslendinga. Blaðið fjallaði um stjórnmál og kom aðeins út í 1 ár. 7.tbl. 1961
2. Fréttir: Útgefandi Félag í Reykjavík. 28.apríl 1918. Ritstjóri til bráðabirgða: Guðmundur Guðmundsson skáld.
3. Rauði fáninn. 1. árg. 2.tbl.1924. Útgefandi: Samband ungra kommúnista. Prentað í Félagsprentsniðjunni. Ábm: Sigurður Jóhannsson. Einkunnarorð: Öreigar í öllum löndum sameinist.
4. Röðull. Útgefandi: Alþýðuflokksfélögin í Keflavík. Ritstjóri: Karl Steinar Guðnason. Kosningablað 19. maí 1962. Prentað í Alþýðuprentsmiðjunni.
5. Harðjaxl, Rjettlætis og laga. Útgefandi: Harðjaxlsflokkurinn á Íslandi. Ritstjóri: Oddur Sigurgeirsson, Bergþórugötu 18. Ábm.:Axel Ólafsson. Reykjavík. Prentað í Prentsmiðju Hallgríms Benediktssonar. Bergstaðastræti 19.
6. Þjóðólfur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Valdimar Jóhannsson. Reykjavík. 17. Júní 1941.Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegi 18. Prentað í Steindórsprenti.
7. Góðan daginn. Útgefandi og ábm. Hannes Jónasson Siglufirði. Prentað í Siglufjarðarprentsmiðju. Hannes stofnaði bókaverslun 1927 og rak hana til 1953. Hann gaf út fleiri blöð m.a. blaðið FRAM ásamt Friðbirni Níelssyni frá 1916 og var ritstjóri blaðsins Einherja um hríð. Þá stofnaði hann líka Framsóknarfélag á Siglufirði.
8. Eyjablaðið. Útgefandi: Sósíalistafélag Vestmannaeyja. Ritstjóri og ábm.: Sig. Guttormsson. Kosningablað í kosningunum 1942. Ísleifur Högnason skrifar forystugrein á forsíðu blaðsins og segir menn fylkja sér um verkamanninn Þórð Benediktsson í Vestmannaeyjum. Þórður náði kjöri, en hann var lítið á þingi í fyrstu vegna veikinda. Þórður vann lengi hjá Sambandi berklasjúklinga næstu árin.
9. Hænir var blað sem var gefið út á Seyðisfirði 1923-1930. Ritstjóri var Sigurður Arngrímsson (1885-1962). Blaðið var fyrst prentað í Prentsmiðju Austurlands en árið 1924 keypti Sigurður Þ. Guðmundsson prentari prentsmiðjuna og rak hana eftir það undir sínu nafni til 1934. Hænir var prentaður þar áfram uns hann hætti að koma út 1930.
Hænir var einn af Ásunum, en það var líka sérstakur galdrastafur skv. Íslenskri orðabók (1988).
10. DAGRENNING kom út árið 1924 og útgefendur voru „Nokkrir ungir menn“. Ritstjóri var Bjarni Jónsson frá Vogi, en hann var Alþm. Dalamanna 1908-1926. Dagrenning var mánaðarblað en það komu aðeins út 5 tbl. Bjarni var ritstjóri margra annarra blaða m.a. Ingólfs, Sumargjafar, Hugins og Birkibeina. o.fl. blaða.