Description
Grettir, Ísafirði 30. nóv. 1893. Þetta blað var stofnað af andstæðingum Skúla Thoroddsens og átti það að vera vörn fyrir þá út af Skúlamálunum. Það kom út í rúmt ár og mun starfsemi prentsmiðjunnar hafa hætt bráðlega eftir það. Prentsmiðjunni var komið fyrir í geymslu á pakkhúslofti hjá Árna Sveinssyni kaupmanni á Ísafirði og síðan auglýst til sölu 24. júlí 1895 og aftur 18. okt. og þá mun Páll J. Torfason kaupmaður á Flateyri hafa keypt hana fyrir 300 kr. og ætlað að hefja blaðaútgáfu þar, en af því varð aldrei og hún grotnaði niður á Ísafirði og letrið tvístraðist víðsvegar.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Félag eitt á Ísafirði, ábyrgðarmaður: Cand theol Grímur Jónsson. 1893 Ísafirði. Prentun Prentsmiðja Ísfirðinga.