Description
Heima – Nokkrar stökur eftir Magnús Gíslason skáld. Hann ólst upp á Torfastöðum í Grafningi en flutti til Reykjavíkur um aldamótin. Keypti prentsmiðju Ásgeirs Guðmundssonar ásamt Haraldi Jónssyni prentara og starfræktu þeir hana í 3 ár. Hét þessi prentsmiðja M.G.Prent. Ýmislegt smáprent var prentað þar eins og þessi ljóðapési eftir Magnús. Stærð: 19 X 12 cm,10 bls.
Útgáfa og prentun:
Höfundur. Reykjavík 1938. M.G.Prent Laugaveg 24C.