Description
Lífsins tré eftir Böðvar Guðmundsson. Vesturfarasögur Böðvars Guðmundssonar hafa notið fádæma vinsælda og eru með rómuðustu íslensku sagnaflokkum síðari ára. Í bókunum Híbýli vindanna og Lífsins tré rekur Böðvar fjölskyldusögu vesturfarans Ólafs fíólíns og veitir lesendum einstaka innsýn í líf Íslendinga sem fluttust til Vesturheims á seinni hluta 19. aldar; störf þeirra og kjör, vonir og þrár. Bókin er bundin í rautt forlagsband, gyllt á kjöl. Stærð: 21.8 X14 cm og 318 bls.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Mál og menning. 4. pr. þessarar útgáfu. Kom fyrst út 1996 og 2. útg. í kilju með Hýbýli vindanna 1997. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi.