Description
Miðaldabörn. Ritstjórar: Ármann Jakobsson og Torfi H. Tulinius. Í þessari bók er sagt frá börnum í gömlum heimildum íslenskum, eins og Íslendingasögunum, Eglu t.d. o. fl. bókum. – Sjö fræðimenn skrifa greinar í bókina og eru þeir taldir upp á bakkápu. Reyna þeir t.d. að svara spurningunum um hver réttarstaða barna var á miðöldum, hvernig börn voru skilgreind, og muninn á meðferð drengja og stúlkna. Þetta er fyrsta greinasafnið um íslensk börn á miðöldum. Bókin er límbundin og sett í sterka kartonkápu og skorin á þrjá vegu. Stærð: 21 X 14.8 cm. og 141 bls.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands Reykjavík 2005. Prentsmiðjan Hjá Oss