Description
Nokkur ljóðmæli eftir Brynjúlf Oddsson bókbindara. Hann nam bókband hjá Agli Jónssyni í Reykjavík og setti upp bókbandsstofu í Stöðlakoti í Reykjavík. Var síðan á Ísafirði og sat í bæjarstjórn þar, en fluttist svo aftur til Reykjavíkur og stundaði þar bókband til dánardags. Bókin er í samtíma shirtingsbandi á kjöl og horn. Stærð: 18.4 X 11 cm og 264 bls. (vantar bls. 1-2 fremst í bókina, en autt blað límt inn í staðinn)
Útgáfa og prentun:
Á kostnað höfundarins. Reykjavík 1869. Prentari: Einar Þórðarson.
Forngripur.