Description
Rúbblan. AlþýðuMánudagsMorgunÞjóðvilji. Fréttablað sem var gefið út á skipinu Kooperazia á leiðinni Murmansk – Reykjavík 1957. Blaðið var A-4 á stærð: 29.7 X 21 cm. 1. Tbl. 16. ágúst 1957. Ritstjórn blaðsins var skipuð eftirtöldum mönnum: Kristinn Pétursson var ábm. Guðmundur Norðdahl meðritstýrimaður, Hreinn Erlendsson óveðursfréttasnápur, Árni Elfar dráttlistarmaður og Sigurður „Sailor“ Brynjólfsson útsendari.
Útgáfa og prentun: Íslendingar um borð í skipinu Kooperazia á leiðinni Murmansk – Reykjavík 16.-21.ágúst 1957.