Description
Símaskrá 1947-48 – Skrá um talsímanotendur í Reykjavík og Hafnarfirði, bæði stafrófsskrá og númeraskrá. Þá eru í bókinni Atvinnu- og viðskiptaskrá talsímanotenda í Reykjavík og Hafnarfirði, Gjaldskrár og reglur og margar fleiri upplýsingar. Þessi símaskrá er ekki með registri að framan eins og var áður fyrr, en er aðeins stærri en skráin 1939. Stærð: 24.7 X 18.7 cm. Hún er saumheft og sett í mjúka kartonkápu. Rúnnuð horn að framan og gat borað í vinstra horn að ofan og seglgarn í til að geta hengt bókina upp á vegg.
Útgáfa og prentun:
Gefin út af Póst- og símamálastjórninni, Reykjavík 1948. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.