Description
Skáldið á Þröm. Ævisaga Magnúsar Hj. Magnússonar eftir Gunnar M. Magnúss. Gunnar skrifar smákafla í byrjun bókarinnar sem hann nefnir: Nokkur orð um bókina þar sem hann segir frá tilurð hennar og hverjir komu að henni og veittu honum fyrirgreiðslu með útgáfu hennar. Magnús var fæddur að Tröð í Súðavík en uppalinn í Önundarfirði. Hann stundaði alla ævi skáldskap og vísnagjörð og hélt dagbók í mörg ár, sem síðar varð Halldóri Laxness uppspretta að Heimsljósi. Bókin er bundin í shirting á kjöl og klædd á spjöldum með grænleitum pappír. Gyllt á kili með tveimur grænum feldum og gyllt þar á. Tvær fjaðrir gylltar á kjöl og framspjald. Stærð: 21.7 X 13.8 cm og 392 bls.
Útgáfa og prentun:
Bókaforlagið Iðunn 1956 Reykjavík. Prentsmiðjan Hólar.