Description
UNDIRHEIMAR
íslenskra stjórnmála eftir Þorleif Friðriksson. – Reyfarakenndur sannleikur um pólitísk vígaferli. Bókin fjallar um tímann í kjölfar Hallarbyltingar Hannibals Valdimarssonar. Alþýðuflokkurinn hafði um árabil flotið á fjárhagsaðstoð norrænu bræðraflokkanna, en við yfirtöku Hannibals sá Stefán Jóhann Stefánsson til þess að skrúfað var fyrir alla slíka fyrirgreiðslu til flokksins. Þessi átök náðu hámarki á árunum 1953-1956. Launráð voru brugguð að tjaldabaki og sagt er frá þeim hér í bókinni sem er framhald bókarinnar Gullna flugan sem kom út fyrir ári. Bókin er bundin í forlagsband, brúnt gerviefni, alband. Stærð:23.6 X15.7 cm og 170 bls.
Útgáfa og prentun:
Örn og Örlygur Reykjavík 1988. Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Bókband: Arnarfell.