Um verkið
Hækur frá sléttunni. 76 hækur eftir Pjetur Hafstein Lárusson. Bókin er gefin út í 200 tölusettum og árituðum eintökum og þetta er nr. 188. Pjetur skrifar formála um ljóðformið Hækur. Yrkisefnið er sótt til heimaslóða höfundarins, Hveragerði og næsta nágrennis. Bókin er bundin í límband og sett í kartonkápu sem er með vatnslitamynd eftir Hvergerðinginn Hans Christiensen. Stærð: 14.5 X10.5 cm, vantar blaðsíðutal.
Útgáfa og prentun:
Bókaútgáfan Hólakot Hveragerði 2002. Prentun: Heimaprent, Ísland.