Um verkið
Á hreindýraslóðum. Öræfatöfrar Íslands eftir Helga Valtýsson. Edvard Sigurgeirsson tók myndirnar. Hér er sögð saga hreindýra á Íslandi og einnig eyðing þeirra. Bókin er mjög fróðleg og skemmtileg aflestrar. Hún er í forlagsbandi en bundin í alskinn (spaltskinn). Gyllt á kjöl en auk þess með tveimur gylltum myndum bæði að framan og aftan. Stærð: 25.3 X17.6 og 228 bls. Auk þess fylgir kort aftast í bókinni af hreindýraslóðum Austanlands.
Útgáfa og prentun:
Bókaútgáfan Norðri, Akureyri 1945. Prentverk Odds Björnssonar.