Um verkið
Æfisöguþættir Péturs Jóhannssonar bókbindara og bóksala á Seyðisfirði ritaðir af honum sjálfum. Hann nam bókband í Reykjavík og í Kaupmannahöfn. Setti upp bókbandsstofu á Seyðisfirði 1895 og stundaði það ásamt bóksölu til æviloka. Bókin er saumheft og sett í kartonkápu. 19.3 X 13.2 cm og 80 bls.
Útgáfa og prentun:
Útgefanda ekki getið. Seyðisfirði 1930. Prentsmiðja Sigurðar Þ. Guðmundssonar.