Um verkið
Ættartala Vilborgar Eiríksdóttur á Kotvogi, með helstu æfiágripum manna frá fyrri tímum, saman skrifuð árið 1877 af B. Guðmundssyni. Þetta er lítið kver bundin inn í fílapappír (Elephant), Bókin er 36 bls. innístunga, 1 örk, saumuð í bankabóka-saumavél, með mjög þéttu spori. Bókin síðan skorin og sett í bindi með formeringum. Nokkuð sterkt og gott band.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi Sögusteinn – 1983. Bókaforlag. Ljósprentuð í Sögusteini. Bókband ekki skráð eða vitað um.