Um verkið
Bergmálið. Blaðið var skemmti- og fréttablað fyrir Akureyri og Siglufjörð. Stærð: 29 X 21 cm. Ritstjóri var Jóhann Sch. Jóhannesson. Blaðið flutti fréttir, auglýsingar og skemmtiefni frá báðum þessum stöðum og í 1. tbl. var auglýst eftir áreiðanlegum síldarstúlkum á síldarplanið hjá S. Goos á Siglufirði.
Útgáfa og prentun:
Útgefið á Siglufirði og Akureyri. 1916. Átti að koma út vikulega á sumrin, en kom aðeins út sumarið 1916 frá júní – ágúst. Alls 7 tölublöð. Prentað hjá Prentsmiðju Odds Björnssonar Akureyri.
Forngripir.