Um verkið
BIBLÍAN, Heilög ritning, Gamla testamentið og Nýja testamentið, Í þessari útgáfu Biblíunnar, hinni tíundu á íslensku (1584-1981) eru guðspjöllin og Postulasagan endurþýdd úr frumtexta og fyrri þýðing annarra rita Nýja testamentisins (lokið 1912 / 14) endurskoðuð. Nokkrar umbætur hafa og verið gerðar á sömu þýðingu Gamla testamentisins. – Í tilefni af 1000 ára kristni á Íslandi árið 2000 var gefin út þessi viðhafnarútgáfa í 2000 tölusettum eintökum. Þetta er eintak nr. 1630. Bókin er bundin í vandað skreytt brúnt skinnband, gyllt í sniðum og gylltur keltneskur kross gylltur á framspjaldið. Á saurblöðum er mynd af upphafi I. Mósebókar úr Stjórn, handriti frá 13. öld. – Bókin er Í öskju. Stærð bókar: 26.6 X17.5 cm og 969 bls. (Gamla testamentið) og auk þess Nýja testamentið sem er: 324 bls. Aftast er svo: Kynning á bókum Biblíunnar, Orðaskýringar, Kort og staðanöfn á þeim, alls 53 bls. – Samtals er bókin því 1346 bls.
Útgáfa og prentun:
Hið íslenska biblíufélag, Reykjavík, Ný útgáfa 1981. Biblían 1981 var prentuð margsinnis og í gríðarlegu upplagi frá útgáfuári og þar til sú nýjasta kom út, 2007.
Prentstaðar er ekki getið.