Um verkið
Blað frjálslyndra stúdenta. Ritnefnd: Volter Antonsson, Jón Grétar Sigurðsson og Ingvar Gíslason, allir std. jur. Blaðið var kosningablað vegna kosninga í Stúdentaráð og kosningaskrifstofan var í Edduhúsinu við Lindargötu. Framboðslisti var kynntur á forsíðu blaðsins með nöfnum 18 manna, þar af tveggja kvenna. Sveinn Skorri Höskuldsson stud. mag. skrifar forystugrein á bls. 2. Blaðið er 31 X 23.5 cm að stærð og 4 bls.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Félag frjálslyndra stúdenta, Reykjavík 1955. Prentsmiðjan Prentfell.