Um verkið
Börnin frá Víðigerði. Skáldsaga fyrir börn og unglinga eftir Gunnar M. Magnúss.
Bókin er árituð frá höfundi til Jóh. úr Kötlum. Hún er saumuð og bundin í harðspjöld með mynd á framkápu. Stærð: 18.3 X 12.3 cm og 102 bls. Bókin er mikið lesin og illa farin á kjölnum sem er eiginlega horfinn, en hún hangir samt enn saman á saumgarninu og spjöldunum. Stærð: Sagan segir frá Frönsurunum sem koma stundum til Reykjavíkur og stela börnum og unglingum og stinga þeim í poka og fara síðan með þau til útlanda. Þeir versluðu líka við Íslendinga og keyptu af þeim sjóvettlinga og greiddu með kexi o.fl. – Þá segir frá íslenskum fjölskyldum sem vildu freista gæfunnar í Ameríku og hvernig þeim vegnaði þegar vestur kom. Það var stundum ömurlegt líf og margir vildu fara til gamla landsins aftur.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Ólafur P. Stefánsson 1933 Reykjavík. Ísafoldarprentsmiðja.