Um verkið
Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðingafélagsins. 1950–2002, 11.– 60. ár. Alls 38 hefti í 6 hulstrum + 3 hefti: 61.ár 2003-4 og 62.ár 2008-9 + Efnisskrá 1.- 55. ár, 1942-1997. Alls 41 hefti.
Útgáfa og prentun:
Útgefið af Breiðfirðingafélaginu, Reykjavík 1950-2002. Prentað í ýmsum prentsmiðjum.
Frekari upplýsingar:
Breiðfirðingur er elsta héraðstímarit á Íslandi. Það kom fyrst út 1942 og var stærð þess þá: 14.3 X 22.3 sm. Blaðsíðufjöldi hefur verið mismunandi en síðustu árin nálægt 200 bls. hvert hefti – Ritið kom ekki út: 1976, 1979, 1980, 2005, 2006, 2007, og 2010-2014.
Breiðfirðingur var prentaður í Félagsprentsmiðjunni fyrstu árin, en síðan var hann lengi prentaður í Borgarprenti, en oft er prentstaðar ekki getið. Frá árinu 1983 var hann prentaður í Prentsm. Eddu, en síðan í Prentsm. Árna Valdemarssonar, Gutenberg og Steindórsprent / Gutenberg. Eftir að Svavar Gestsson tók við ritstjórninni 2015 var það prentað í Leturprent.