Um verkið
EDDA. Blaðið Edda á Akureyri var nýjung í íslenskri blaðagerð að sögn ritstjórans Árna Bjarnarsonar sem fylgdi því úr hlaði með nokkrum orðum. Það átti að flytja fréttir af bókagerð Íslendinga og allra helstu bóka getið í fréttaformi og umsagnir um þær. Rithöfundaþáttur var í hverju blaði með mynd af viðkomandi höfundi. Þá ver getið helstu útgáfufyrirtækja og forstöðumanna þeirra, prentsmiðja og prentsmiðjustjóra, bókbandsmeistara og bókaútsölumanna og annarra, sem við bókagerð fást. Það var ætlun Árna að blaðið Edda yrði hið fyllsta og aðgengilegasta heimildarrit um bókagerð samtíðarinnar og átti það að koma út vikulega. – 1. tbl. 1. árg. kom út 10. mars 1945. Það var 4 bls. 34 X 24 cm að stærð. – Árið 1945 komu út 8 blöð, 1. – 17. tbl., alls 68 bls. Öll tvöföld nema það fyrsta. – Annar árg. 1946 átti að koma út mánaðarlega. Hann varð 36 bls. alls 3 blöð, 1.-5. tbl.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi og ábm.: Árni Bjarnarson Akureyri 1945-1946. Prentsmiðja Björns Jónssonar.