Um verkið
Eldur í Öskju / Askja on Fire.. Þetta er lýsing á eldgosinu í Öskju 1961 og er það eina sprungugosið á Íslandi sem jarðfræðingar hafa haft fyrir augum sínum, ef undanskilið er Heklugosið 1947, sem var þó afbrigðilegt sprungugos.
Þessa bók hefur Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur samið og Jóhann Hannesson þýddi hana á ensku, en Torfi Jónsson sá um frágang bókarinnar, umbrot og niðurröðun mynda og alla hönnun að öðru leyti.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Almenna bókafélagið Reykjavík,1963. Setning fór fram í Prentsmiðjunni Hólum, en prentun og bókband fór fram í Litmyndum í Hafnarfirði.