Um verkið
Félag ungra Framsóknarmanna Reykjavík 30 ára. 1930 – 1960. Í blaðinu er grein eftir Einar Sverrisson form. F.U.F. –Árnaðaróskir frá Hermanni Jónassyni form. Framsóknarflokksins og kveðjur og greinar frá mörgum öðrum framsóknarmnönnum. Ágrip af sögu F.U.F. eftir Eystein Sigurðsson með myndum af forvígismönnum félagsins. Blaðið er 32 bls. og 29.8 X 21.3 cm að stærð, prentað á dagblaðapappír.
Útgáfa og prentun:
Útgefið sem fylgirit Tímans. Útgáfunefnd: Eysteinn Sigurðsson, Skúli Sigurgrímsson og Tómas Karlsson. Reykjavík 1960. Prentsmiðja Tímans.