KindArt
  • Um Kind Art
  • Myndbönd
  • Verslun
    • Málverk
    • Bækur
    • Persónuverndarstefna
    • Skilmálar
  • Verk í einkaeigu
  • Hafa samband
  • Click to open the search input field Click to open the search input field Sláðu inn leitarorð…
  • Menu Menu
  • Shopping Cart Shopping Cart
    0Shopping Cart
Flóinn

Flóinn, héraðsfréttablað

kr.4.900

1 eintak til

Flokkur: Bækur
  • Um verkið

Um verkið

Flóinn, héraðsfréttablað.
 Flóinn var fréttablað fyrir Húnaflóasvæðið. Í hausnum stendur að það sé málsvari byggðar við Húnaflóa. Því var dreift ókeypis á hvert heimili í Strandasýslu og báðar Húnavatnssýslurnar. Það var prentað af Sveini Tuma Arnórssyni sem bjó fyrst á býlinu Sæbergi rétt hjá Reykjaskóla, en seinna flutti hann að Laugarbakka í Miðfirði. Ritstjóri blaðsins var Jón Daníelsson, en ritnefnd skipuðu auk Sveins Tuma: Karl Sigurgeirsson og Steingrímur Steinþórsson. Blaðið var 34.5 X 23.5 cm að stærð og 1. tbl. var 12 bls. og prentað á nokkuð þykkan og sterkan pappír.

Útgáfa og prentun:
Útgáfa blaðsins virðist hafa verið á Hvammstanga eftir því sem fram kemur í forystugrein, þó það sé prentað fyrst á svínabúi við Reyki, en síðan á Laugarbakka og má telja að ritnefndin hafi staðið að útgáfunni og að blaðið fylgi ekki neinum sérstökum stjórnmálaflokki. -1991 Hvammstangi. Húnaprent.

Saga Húnaprents og Flóans

Sæbergi við Hrútafjörð 1980 – 1987
Laugarbakki í Miðfirði 1987 – 2002

Sveinn Tumi Arnórsson (1949-2002) var lærður prentari og rak um árabil eigin prentsmiðju, fyrst á Sæbergi við Hrútafjörð og síðar á Laugarbakka í Miðfirði. Tumi eins og hann var ávallt kallaður nam prentun í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg 1968-1972. Hann starfaði þar til 1974, síðan í Alþýðuprentsmiðjunni og Prentsmiðjunni Hilmi til 1976. Þá fór hann til Sauðárkróks og vann hjá Hreini Sigurðssyni í Myndprenti til 1978. Seint á árinu 1979 tók hann við búi af tengdaföður sínum á Sæbergi í Hrútafirði og gerðist svínabóndi þar um skeið ásamt því að stofna þar prentsmiðju 1980.

Sæberg er býli örskammt utan við Reykjaskóla í Hrútafirði. Tumi var aðeins með setningarvél fyrst í stað, en keypti síðan prentvél og kallaði fyrirtækið Húnaprent og allt komst þetta fyrir á 9 fermetrum. Fyrst var prentunin aukabúgrein hjá Tuma svínabónda, en það snérist brátt við og svínaræktin varð aukabúgrein við prentverkið því vinnan jókst við það.

Sveinn Tumi flutti síðan búferlum að Laugarbakka í Miðfirði og flutti þangað prentsmiðjuna með sér. Hann prentaði fyrst aðallega fyrir fyrirtæki við Húnaflóa, en svo fór þjónustan að ná enn lengra og dæmi um það var t.d. Einherji, blað framsóknarmanna á Norðurlandi vestra og Siglfirðingur, blað sjálfstæðismanna á Siglufirði, sem árið 1991 hafði komið út í 62 ár og samt var prentsmiðja þar á staðnum.

Árið 1991 var byrjað að gefa út héraðsfréttablaðið Flóinn og var það prentað í Húnaprenti á Laugabakka. Jón Daníelsson var ritstjóri, en með honum í ritnefnd voru þeir Karl Sigurgeirsson, Steingrímur Steinþórsson og Sveinn Tumi Arnórsson. Blaðinu var dreift ókeypis á hvert heimili í Strandasýslu og báðum Húnavatnssýslum, en blaðið náði ekki nógu góðri fótfestu og lognaðist brátt út af. Prentsmiðjueintak mitt er 1.tbl. Flóans sem kom út í desember 1991, en á árinu 1992 komu út 8 tbl. Eftir það var Flóinn prentaður í Prentsmiðjunni Odda í Reykjavík en hætt var að gefa hann út 1994.

Sveinn Tumi varð bráðkvaddur að heimili sínu 9. mars 2002 en þá keyptu Jón Haukdal og Bára Guðbjartsdóttir Húnaprent og leigðu húsnæði undir prentsmiðjuna að Eyrarlandi 1 á Hvammstanga, þar sem hún hefur verið rekin síðan.

Prentsmiðjueintak: Flóinn, 1.árg. 1.tbl. Desember 1991. Húnaprent, Laugarbakki í Miðfirði 1991.

Önnur verk

  • Hann og hún 1904

    Hann og hún

    kr.2.000
    Add to cart Add to cart Setja í körfu Show Details Show Details Show Details
  • Ben.gröndal gamansögur

    Gamansögur

    kr.4.900
    Add to cart Add to cart Setja í körfu Show Details Show Details Show Details
  • Saga finnboga hins ramma 1860

    Saga Finnboga hins ramma

    kr.6.000
    Add to cart Add to cart Setja í körfu Show Details Show Details Show Details
  • Christmas is coming kápa

    Christmas is coming

    kr.3.000
    Add to cart Add to cart Setja í körfu Show Details Show Details Show Details
KindArt | Gallerí & Verslun | Bæjarholt 1, Laugarás, 806, Selfoss | Kt: 0904743839 | verslun@kindart.is | © 2020–2025
  • Link to Mail
  • Link to Facebook
  • Link to Instagram
Link to: Endurbætur heimilisins Link to: Endurbætur heimilisins Endurbætur heimilisinsEndurbæyur heimilins Link to: FRÓÐI Link to: FRÓÐI Fróði, 1.tbl. 1.ár, 1880FRÓÐI
Scroll to top