Um verkið
Frelsi og menning:
Sýningarskrá um Sögusýninguna svonefndu sem sett var upp í Menntaskólanum í Reykjavík í júní 1944 í sambandi við Lýðveldishátíðina 17. júní þegar Ísland varð lýðveldi og var opnuð daginn eftir Lýðveldishátíðina á Þingvöllum 18. júní, 1944. í MR.
Þeir sm voru í undirbúningsnefndinni voru fjölmargir, en þeir sem önnuðust undirbúninginn voru: Einar Olgeirsson og Guðlaugur Rósinkranz yfirkennari, kosnir af nefndinni og tveir aðrir, þeir: Ólafur Lárusson prófessor og dr. Einar Ól. Sveinsson. Þessir menn fengu svo fjóra aðra menn til að hjálpa sér við undirbúninginn sem var mjög skammur. Þá: Eirík Pálsson cand jur, Barða Friðriksson, Gils Guðmundsson kennara, Hauk Björnsson verslunarmann, Við Bókasýninguna: Dr. Þorkell Jóhannesson, landsbókavörður, Finnur Sigmundsson bókavörður og Pétur Sigurðsson háskólaritari.
Reynt var að vekja minningar um einstaka atvik eða atburði.
Sýningin skiptist í mörg herbergi: 1. Upphaf. 2.Þjóðveldi. 3.Landafundir og langferðir. 4.Viðnám. 5. Niðurlæging. 6.Dagrenning. 7.Jón Sigurðsson. Barátta. 9.Framfarir. Pésinn er vírheftur og skorinn. Stærð: 18,5 X 12 cm og 45 bls. Vantar kápu.
Útgafa og prentun:
Útgefandi:
Þjóðhátíðarnefnd lýðveldisstofnunar á Íslandi 1944 Reykjavík.
Prentun: Ríkisprentsmiðjan Gutrnberg.