Um verkið
Gömul blöð frá 19. öldinni. Blöðin eru öll prentuð fyrir 1900 og eru því forngripir og mjög fáséð.
Skuld.II. árg. Nr 17-18, 6. júlí 1878. Blaðið var gefið út á Eskifirði og hét Skuld eftir einni örlaganorninni í norrænni goðafræði. Hinar hétu Urður og Verðandi. Skuld þýddi framtíðina og var hún með elstu blöðum á Íslandi og prentsmiðjan sem prentaði blaðið var fyrsta prentsmiðjan á Austurlandi og hét Prentsmiðja Skuldar eftir blaðinu en hún var sett niður á Eskifirði 1877. Eigandi var Jón Ólafsson skáld og blaðamaður. Stærð blaðsins var 35.7 X 23 cm og 8 bls. Fyrsta myndin sem birtist í íslensku blaði var í Skuld, 23. júní 1880 og var hún af Kristjáni IX. danakonungi. Blaðið var gefið út í 5 ár, 1877-1883.
Suðri. 3. árg. 34. Blað, 30. október 1885. Útgefendur: Einar Þórðarson og Kristján Ó Þorgrímsson, en ritstjóri og ábm. Gestur Pálsson. Það fjallaði um menningarmál, innlendar og erlendar fréttir. Stærð: 35.6 X 23.5 cm og 4 bls. Blaðið var gefið út í Reykjavík 1883-1886. Prentað í Prentsmiðju Einars Þórðarsonar í Reykjavík.
Lýður. 2.árg. 14. Blað, 17. Ágúst 1890. Útgefandi: Matthías Jochumsson. Ritstjóri Mattías Jochumsson skáld. Efni þess var um menningarmál, fréttir og bókmenntir. Það kom út 1888-1891. Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri. Stærð: 34.6 X 21.5 cm og 4 bls.
Reykvíkingur. 1. Júlí 1898, VIII. árg. 7. tbl. Útgefandi og ábm. Valgarður Ó. Breiðfjörð. Þetta var Reykjavíkurblað og kom út einu sinni í hverjum mánuði. Það kom út 1891-1902 eða 12 árg. Stærð: 30.6 X20.5 cm og 4 bls. Ritstjóri: Valgarður Ó. Breiðfjörð var lengst eða 1892-1902, en aðrir voru ritatj. Egill Egilsson1891-1892 og ábm. Jón Erlendsson 1891. Prentað í Prentsmiðju Dagskrár.
Dagskrá. III.árg. no. 31. 4. marz 1899. Útgefandi: Félag eitt í Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson 1896-1898 Það var gefið út 1896-1899. Efni þess voru fréttir og greinar. Sigurður Júlíus Jóhannesson var ábm 1898-99 og Jón Bjarnason 1899. Stærð: 44.2 X 28 cm og 4 bls. Prentað í Aldarprentsmiðju í Reykjavík.