Um verkið
Gömul blöð – II. Hér er boðið upp á fimm gömul blöð sem öll voru prentuð í austfirskum prentsmiðjum. Mörg af þeim eru yfir 100 ára gamlir forngripir, önnur yngri.
Austri: VI. ár, 9.júlí 1896, Nr.19. Stærð 44 X 32 cm og 4 bls. Prentað í Prentsmiðju Austra á Seyðisfirði. – Ritstjóri: Skapti Jósepsson.
Dagfari: I. árg. 1. tbl. 1906. Stærð: 43 X 28.7 cm. og 4 bls. Prentað í Prentsmiðju Dagfara Eskifirði. Ritstjóri: Ari Jónsson Arnalds.
Austurland: 1. ár. 27. tbl. 22. maí 1908. Stærð: 44.4 X 28.2 cm og 4 bls. Fréttablað gefið út á Eskifirði í stað Dagfara. Prentað í Prentsmiðju Austurlands á Eskifirði, prentari: Axel Ström. – Ritstjóri: Björn Jónsson.
Austurland: 1. tbl. 1. árg. 1. janúar 1920. Stærð: 43 X 30.5 cm 4 bls. Fréttablað prentað í Prentsmiðju Austurlands á Seyðisfirði – Ritstjóri: Guðmundur G. Hagalín.
Seyðfirðingur: I. árg. 4. tbl. 11. marz 1936. Stærð: 30 X 23 cm og 4 bls. Alls: 5 árg. 1936-1940. Blað gefið út á Seyðisfirði og prentað í Seyðisfjarðarprentsmiðju af Angantý Ásgrímssyni prentara sem gaf það út. Alls komu út 123 tbl. af Seyðfirðingi. Prentsmiðjan var síðan seld Víkingsprenti í Reykjavík 1940 og Angantýr fór að vinna þar.