Um verkið
Gömul blöð III. Í þessum pakka eru 5 sunnlensk blöð sem voru prentuð í Reykjavík, Hafnarfirði og Eyrarbakka. Þrjú þeirra fyrir 1900 og tvö á fyrsta áratug 20. aldar, allt forngripir yfir 100 ára gömul.
Suðri I. árg. 13. Blað, 30. júní 1883 – Stærð: 34.4 X 22.5 cm og 4 bls.. Prentað í Prentsmiðju Einars Þórðarsonar í Bergmannsstofu í Aðalstræti Reykjavík – Ritstjóri og ábm.: Gestur Pálsson.
Dagskrá I. 98. 23.júní 1897. Stærð: 28.8 X 22.3 cm og 4 bls. Fréttablað með fréttum og greinum. Prentað í Prentsmiðju Dagskrár Reykjavík., Útgefandi: Félag eitt í Reykjavík, Ábm.: Einar Benediktsson.
Nýja Öldin. II. 3. 27. október 1898. Stærð: 44.3 X 28.8 cm og 4 bls. Dagblað, sögur, greinar og fréttir. Prentuð í Prentverki Jóns Ólafssonar. Ábm.: Jón Ólafsson.
Kvásir. 1. árg. 1. Blað. 7. apríl 1908. Stærð: 28.4 X 17.4 cm og 4 bls. Prentað í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Útgefendur og ábm.: Karl H. Bjarnason og Jón Helgason.
Suðurland. I. árg. 27. blað, 15. des. 1910. Stærð: 27.9 X 25.5 cm og 4 bls. Dagblað sem kom út vikulega. Fréttir, sögur, kvæði og þýtt efni. Prentað í Prentsmiðju Suðurlands á Eyrarbakka 1910-1918. Fyrsta blað sem gefið var út og prentað á Suðurlandsundirlendi. Áhersla á atvinnu- og menntamál. Útgefandi: Prentarafélag Árnessýslu. Ritstjóri: Oddur Oddsson, en Karl H. Bjarnarson tók við 1911 og voru þeir líka ábm. blaðsins.