Um verkið
Gömul blöð XI. Frá ýmsum kaupst. á landinu: Ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri. Raðað eftir aldri. Öll blöðin eru 100 ára og eldri.
Grettir. I. árg. Nr. 3 – fimmtudagur 30. nóv. 1893. Útgefendur: Félag eitt á Ísafirði. Ábyrgðarmaður: Cand theol. Grímur Jónsson. Kom út tvisvar á mánuði. Alls 24 blöð. Stærð: 31.2 X 25 cm og 4 bls. Prentað í Prentsmiðju Ísfirðinga.
Bjarki. I.árg. Nr 8, laugardaginn 28. nóvember 1896. Útgefendur: Prentfélag Austfirðinga. Ritstjórar, og ábm.:s Þorsteinn Erlingsson (1896-1900) Þorsteinn Gíslason (1899-1904). Kom út vikulega, 1896-1904, alls 9 árg. Stærð: 33 X 21.3 cm og 4 bls. Prentaður í Prentsmiðju Bjarka á Seyðisfirði.
Haukur. III. árg. Nr 1-3, 17. febrúar 1900. Alþýðlegt skemmti- og fræði-rit. Útgefandi: Stefán Runólfsson. 1897-1915, alls 9 árg. Efni blaðsins var alþýðlegur fróðleikur, sögur og gamanmál. Stærð: 33.7 X 21 cm og 12 bls. Kom líka út í stærra formi. Prentað í Prentsmiðju Stefáns Runólfssonar á Ísafirði til 1901, en þá flutti Stefán til Reykjavíkur og eftir það var blaðið prentað í Prentsmiðjunni Gutenberg í Reykjavík.
Stefnir. 9.árg. 8. blað 27. mars 1901. Dagblað. Útgefandi og prentari: Björn Jónsson. Greinar og fréttir um ýmiss málefni. Útgefandi: Norðlenzkt hlutafélag. Ritstjóri: Björn Jónsson. Gefið út 1893-1905. Stærð: 39.3 X 25.5 cm og 4 bls. Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri.
Hænir. I. árg. 1. tbl. 10. nóv. 1923. Blað sem kom út einu sinni í viku á Seyðisfirði. Ritstjóri og ábm. Sig. Arngrímsson. Stærð: 44.5 X 28 cm og 4 bls. Gefið út: 1923-1930.