Um verkið
Gullöld Íslendinga eftir Jón Jónsson sagnfræðing. Menning og lífshættir feðra vorra á Söguöldinni. Alþýðufyrirlestrar með myndum. Bókin er 18.8 X 12.8 cm. og 458 bls. að stærð. Hún er handsaumuð og bundin í Ísafold í shirting alband, en bindið er líklega gert erlendis og gyllt þar og þrykkt. Gott band sem hefur dugað vel í 116 ár, aðeins snjáð en sést samt ekki mikið á bókinni. Forngripur.
Útgáfa og prentun:
Kostnaðarmaður: Sigurður Kristjánsson. Reykjavík 1906. Prentsmiðja Ísafoldar.
Forngripur.