Um verkið
Hádegisblaðið. Dagblað sem gefið var út í Reykjavík í sept. – okt.1940. Það hafði þá sérstöðu að það var minna en öll hin dagblöðin. Stærðin var: 33 X 22.2 cm og 4 bls. hvert blað. Það var prentað í Alþýðuprentsmiðjunni í Reykjavík og kostaði aðeins 10 aura. Ritstjóri var Sigurður Benediktsson.
Helstu fréttir blaðsins þessa daga voru af stríðinu, loftárásum á London og Berlín og Bandaríkin voru að sigla inn í seinni heimsstyrjöldina.
Hér eru boðin til kaups alls 15 tbl. af 19 sem komu út.