Um verkið
Harðjaxl rjettlætis og laga. Ritstjóri var Oddur Sigurgeirsson. Stærð: 35.6 X 23.2 cm. Oddur segist vera formannssonur og rithöfundur, ættaður af Skaganum. Hann var alltaf kallaður Oddur af Skaganum í mínu ungdæmi og sá ég hann oft ef ekki daglega á Laugaveginum.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Harðjaxlsflokkurinn á Íslandi. Prentun: Prentsmiðja Hallgríms Benediktssonar. Bergstaðastræti 19 í Reykjavík. Blaðið kom út 1924-1927.