Um verkið
Heilagur sannleikur eftir Flosa Ólafsson. Flosi sagði yfirleitt gamansögur af sjálfum sér og öðrum á sinn einstaka hátt í þessari bók og nokkrum öðrum af svipuðum toga. Flosi var þekktastur sem leikari, gamanvísnasöngvari og rithöfundur. Hann átti mjög fjölbreyttan listamannsferil á sinni ævi. Hann tileinkaði þessa bók besta vini sínum, Lilju konunni sinni. Bókin er í forlagsbandi og í hlífðarkápu sem var hönnuð í Hvítahúsinu af Gunnari Karlssyni. Stærð: 21.5 X 13.7 cm. og 163 bls.
Útgáfa og prentun:
Bókaútgáfan Skrudda Reykjavík 2004. Prentun: WS. Bookwell Ltd.