Um verkið
HEIMA (gamla HEIMA) kom út mánaðarlega. Ritstjóri blaðsins var Karl Strand (1911-1998). Það var prentað í brúnum lit og stærðin var 36.5 X 25 cm sem var óvenjulegt. Efni blaðsins var fjölbreytt og margar myndir prýddu blaðið, en aðallega var ritað um heimilismál ýmiskonar og um starfsemi kaupfélaganna og Kron. Pappírinn í blaðinu var trjákenndur og hefur því ekki enst vel. Heftin voru vírheft og skorin.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Pöntunarfélag verkamanna í Reykjavík 1937-1938. Blaðið var að mestu prentað í Ísafoldarprentsmiðju, en tvö síðustu blöðin í stóra forminu voru þó prentuð í Prentsmiðjunni Eddu. 1.árg. 1937 var 10 blöð og 2.árg. 1938 var 5 blöð.