Um verkið
Hið íslenzka bókmenntafélag, stofnan félagsins og athafnir um fyrstu fimmtíu árin 1816-1866. 50 ára afmælisrit með margvíslegum skjölum varðandi stofnun og starf félagsins. Bókin er vönduð, bundin í gult pappírsband, sem er aðeins farið að sjá á vegna aldurs. Stærð: 27.5 X 22.5 cm, 108 bls. Á síður bókarinnar var prentaður rammi og einnig á bindið bæði framan og aftan. Bókin endar á ljóði Steingríms Thorsteinssonar, sem heitir: Fyrir minni hins Íslenzka bókmenntafélags, í samsæti Íslendinga 13. dag aprílmán. 1866.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Hið íslenzka bókmenntafélag. Kaupmannahöfn 1867. Prentsmiðja Bianco Luno.
Forngripur.